Orkumálinn 2024

Villi og sjóræningjarnir?

vilhjalmur jonsson sfk des13Það er ýmislegt um að vera á Seyðisfirði þessa dagana. Leikfélag Seyðisfjarðar auglýsir nú til dæmis af miklum móð barnasýningu sína, „Villa og sjóræningjarnir“.

Um er að ræða frumsamið leikverk eftir heimamanninn Ágúst T. Magnússon og óhætt að reikna með því að börn og fullorðnir geti haft mjög gaman af.

Tístið þurfti reyndar að líta tvisvar á auglýsinguna, því við fyrstu sýn sýndist mönnum standa „Villi og sjóræningjarnir“.

Auðvelt var að sjá fyrir sér að um væri að ræða æsispennandi leikverk um hrekklausan sveitamann sem tekur við stöðu bæjarstjóra í litlum friðsælum firði. Hann lendi hins vegar fyrr en varir í harðri baráttu við illskeyttan hóp sjóræningja úr nærliggjandi firði, sem með öllum ráðum reyna að ráðast um borð í skip sem um fjörðinn sigla og ræna þeim.

Hætt er við því að þessi sýning hefði, öfugt við hina eiginlegu, verið bönnuð börnum og engum til sérstakrar skemmtunar...

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.