Eldsneyti fyrir alla

snjoblasari olia 0004 webMikið álag á snjómokstursmenn ætti ekki að hafa farið framhjá nokkrum manni sem fylgst hefur með fréttum af Austurlandi síðustu vikur. Mokstursmenn eru ræstir út klukkan fimm á morgnana og eru allt að tuttugu tíma að í senn við að reyna að ryðja leiðirnar.

Slík vinna útheimtir gríðarlega orku, bæði manna og véla. Aðstoðarmanni nokkrum hér eystra var nýverið falið að sjá um eldsneytisflutninga. Hann lagði á fjallveginn og skilaði af sér olíu á vélina.

Mokstursmaðurinn sem hafði verið að í tólf tíma sleitulaust var hins vegar ekki jafn sáttur með aðstoðarmanninn þegar í ljós kom að hann hafði ekkert fært honum að borða. Aðstoðarmaðurinn var því umsvifalaust sendur aðra ferð, niður í byggð eftir mat.

Það er jú því þannig farið að bæði menn og vélar þurfa sitt eldsneyti til að ganga.

Þetta er samt ekki í eina skiptið sem þetta hefur gleymst. Það kom í það minnsta ferðalöngum spánskt fyrir sjónir á sunnudag þegar verið var að opna yfir Möðrudalsöræfin að sitt hvorum megin var hjakkast í sköflunum með snjóplógi sem engan veginn réði nægjanlega vel við verkið. Austan megin var reyndar öflugur snjóblásari til staðar en hann var olíulaus!

Mönnum bar saman um að það hafi verið aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig snjómokstursmönnum tókst að opna leiðina við þessar aðstæður. Ímyndið ykkur bara hversu vel þeir gætu staðið sig ef þeir hefðu nú bara bestu fáanlegu tæki, og eldsneyti á þau!

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.