Orkumálinn 2024

Til hamingju – þú hefur loksins lært að reykja!

reykja tilhamingjuFátt er ungu fólki mikilvægara en að njóta stuðnings og skilnings við iðkun áhugamála sinna. Þó hefur borið á því að sumt sem ungt fólk tekur sér fyrir hendur sé jafnvel litið hornauga og þeir sem eldri eru telji það beinlínis óæskilegt.

Þetta er miður því þá gleymist að það er ekki endilega hvað er ástundað sem er mikilvægast, heldur að ungt fólk setji sér markmið, sýni elju og dugnað og nái á endanum þessum markmiðum sínum í krafti eigin þolgæðis.

Sé litið þeim augum á málið má líta með aðdáun á þann hóp ungmenna sem leggur það á sig kvöld eftir kvöld að norpa í kulda og myrkri við ónefnt atvinnuhúsnæði á Egilsstöðum í þeim tilgangi að fullkomna reykingalistina.

Mest hefur borið á því að menn telji þetta óæskilega hegðun, en einhver hefur þó séð ljósið ef marka má veggspjald sem komið hefur verið upp skammt frá vinsælasta æfingasvæðinu, en þar segir:

Til hamingju

Þú hefur loksins lært að reykja.

Áður en þú verður fullnuma í listinni þarftu bara að læra að hirða upp eftir þig stubbana og koma þeim í þar til gerð ílát. Þegar þeim áfanga er náð getur þú jafnvel stundað reykingar í dagsbirtu og nærri mannabyggð í stað þess að þurfa að híma hérna í myrkrinu. Það gæti nú orðið gaman.

Gangi þér vel

Menn tísta nokkuð yfir þessum texta og taka hattinn ofan, enda sýnir hann ríkulegt innsæi og skilning á hugarheimi ungmenna. Þá er bara eina spurningin hvort að þroskastig bréfritara teljist þar með vera óvenju hátt eða óvenju lágt...

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.