Spámaðurinn Zuckerberg: „Svo lengi lækar sem lifir“

Það sem vekur sérstaklega áhuga okkar á þessu er að æðstiprestur í þessum nýja söfnuði er Austfirðingur. Það er enginn annar en Héraðsbúinn Unnar Geir Unnarsson sem flytur fylgjendum sínum fagnaðarerindi tækninnar.
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá brot úr messu í hinum nýja söfnuði. Ekki virðist koma fram hvar hann er til húsa og ekki er heldur vitað hvort von er á að Unnar komi á heimaslóðir til að halda vakningarsamkomur.
Tístið hvetur hins vegar eindregið til þess því ætla má að mikil eftirspurn geti verið eftir nýjum trúarleiðtogum hér eystra, enda prestar Þjóðkirkjunnar á svæðinu orðnir nokkuð gamaldags og Baldur Pálsson Freysgoði yngist heldur ekkert með árunum.
Við skulum tísta!