Frjósamasta kona Norðfjarðar

stefan mar gudmundsson bf webVæntanleg bygging nýs leikskóla í Neskaupstað hefur verið heitasta deilumálið í bæjarstjórn Fjarðabyggðar í haust. Málið er einnig heitt meðal íbúa í Neskaupstað þar sem menn skiptast í tvær fylkingar, þá sem vilja umferðargötuna niður fyrir leikskólann og þá sem telja það ekki hægt vegna kostnaðar.

Meðal þeirra lausna sem hent hefur verið fram er að fresta byggingu skólans og byrja á að færa götuna til að allt framkvæmdafé sveitarfélagsins sé ekki bundið í einni framkvæmd.

Málið var aðalmálið á íbúafundi á Norðfirði fyrir skemmstu þar sem bæjarbúar stigu margir í pontu og tjáðu sín sjónarmið. Bæjarfulltrúar tóku svo og túlkuðu þau, vitaskuld hver með sínu nefi.

Þar var Stefán Már Guðmundsson, Fjarðalistanum, málshefjandi. Og það var ákveðið innlegg frá íbúafundinum sem honum var ofar í huga heldur en önnur.

„Þegar frjósamasta kona Norðfjarðar stendur upp á fundi og segist geta beðið, þá finnst mér við alveg getað hlustað!"

Svo mörg voru nú þau orð.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.