Orkumálinn 2024

Bjössi Blöndal kominn í ham: Verður Hrafnkell á Héraði næsti borgarstjóri?

bjossi blondalÞau tíðindi bárust úr höfuðborginni í hádeginu að Besti flokkurinn og borgarstjóri hans Jón Gnarr gæfu ekki kost á sér til endurkjörs.

Við sama tækifæri var hins vegar tilkynnt um að Sigurður Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjórans fráfarandi, gæfi kost á sér í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Sá er betur þekktur sem Bjössi Blöndal, fyrrverandi bassaleikari rokkhljómsveitarinnar HAM og hefur af mörgum verið talinn einn helsti heilinn í vinnu Besta flokksins. Hann er sonur Sigurðar Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóra á Hallormsstað og bróðir Sigrúnar Blöndal, bæjarfulltrúa Héraðslistans á Fljótsdalshéraði.

Svo heppilega vill til að kosningamyndbandið fyrir Bjössa í kosningaham er tilbúið og á netinu. Bjössi lék nefnilega í auglýsingum Fljótsdalshéraðs þar sem hann kom fram undir nafninu „Hrafnkell á Héraði."

Auglýsingaherferðin var tilnefnd til íslensku markaðsverðlaunanna og lifir blessunarlega enn góðu lífi á internetinu.

Þá er bara spurning hvort Reykvíkingar taka því ekki fagnandi að baráttan um borgarstjórastólinn verði fyrst og fremst á milli Hrafnkels á Héraði og Dóra frá Ísafirði??

 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.