Orkumálinn 2024

Blak: Öruggur sigur á Stál-Úlfi

Lið Þróttar í úrvalsdeild karla í blaki er komið með sinn fyrsta sigur í vetur eftir að hafa unnið Stál-Úlf örugglega 0-3 á útivelli um helgina.

Lesa meira

Blak: Atli Freyr nýr yfirþjálfari meistaraflokka Þróttar

Heimamaðurinn Atli Freyr Björnsson verður yfirþjálfari meistaraflokka Þróttar í blaki í vetur en leiktíðin er nýhafin. Eins og fyrri ár eru miklar breytingar á bæði karla- og kvennaliðinu. Atli segir Norðfirðinga vana því og laga sig að aðstæðum.

Lesa meira

Fimleikar: Hvetja hvor aðra áfram

Tvíburarnir Katrín Anna og Lísbet Eva Halldórsdætur eru meðal þeirra 30 sem valdar hafa verið í úrtökuhóp fyrir íslenska landsliðin sem stefna á Evrópumót í hópfimleikum að ári. Þær segja valið hafa komið gleðilega á óvart en þær hafi ekki átt von á að komast í landslið fullorðinna.

Lesa meira

Knattspyrna: KFA gerði sitt en Höttur/Huginn ekki

Knattspyrnufélag Austfjarða leikur áfram í annarri deild knattspyrnu eftir að hafa orðið undir á markahlutfalli í baráttunni um að komast upp. KFA vann Sindra örugglega í sínum síðasta leik en það skipti ekki máli þar sem Höttur/Huginn var engin fyrirstaða fyrir keppinautana í ÍR.

Lesa meira

Valdir í unglingalandsliðin í knattspyrnu

Daníel Michal Grzegorzsson frá Reyðarfirði hefur verið valinn í U-15 ára landslið Íslands í knattspyrnu. Þorlákur Breki Baxter, fyrrum leikmaður Hattar/Hugins, var nýverið í U-19 ára landsliðinu.

Lesa meira

Knattspyrna: KFA þarf hjálp frá Hetti/Huginn til að komast upp

Á brattann er að sækja fyrir Knattspyrnufélag Austfjarða í baráttu liðsins fyrir að komast upp í fyrstu deild karla í knattspyrnu að sumri eftir tap fyrir ÍR um helgina. KFA á enn möguleika en þarf líklega hjálp frá nágrönnum sínum í lokaumferðinni.

Lesa meira

Knattspyrna: KFA aftur á sigurbraut með mörkum undir lokin

Knattspyrnufélag Austfjarða vann á ný eftir þrjá leiki án sigurs þegar liðið lagði KFG á laugardag. Höttur/Huginn á enn möguleika að læðast inn í toppbaráttu annarrar deildar karla eftir sigur á Þrótti í Vogum. Einherji tapaði í annarri deild eftir sjö sigurleiki í röð en toppbarátta annarrar deildar kvenna er enn galopin.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.