„Það var örlítið hikst á þeim í trampólínæfingunum en allt annað gekk afar vel með tilliti til að þetta er fyrsta utanlandsferðin þeirra á svona sterkt mót,“ segir Ásta Svandís Jónsdóttir, en hún var ein þeirra foreldra sem fylgdu fimleikaliði Hattar á Norðurlandamót unglinga sem fram fór um helgina.
Höttur er kominn í úrslit um laust sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir að hafa slegið Fjölni út í þremur leikjum í undanúrslitum. Höttur hafði örugg tök á þriðja leik liðanna á Egilsstöðum í gærkvöldi.
Höttur var aðeins yfir í tvær mínútur og 59 sekúndur í fyrsta leik liðsins gegn Fjölni í undanúrslitum fyrstu deildar karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld, en hafði þó sigur á einu stigi.
Um helgina skýrðist endanlega hvernig úrslitakeppni Íslandsmóts kvenna í blaki verður háttað hjá Þrótti Neskaupstað. Karlalið Hattar bíður hins vegar enn þess að vita mótherja sinn í úrslitum fyrstu deildarinnar í körfuknattleik. Bikarkeppni karla í knattspyrnu hófst um helgina.
Höttur hefur unnið báða fyrstu leikina gegn Fjölni í undanúrslitum fyrstu deildar karla í körfuknattleik. Mikið var skorað í öðrum leiknum, líkt og þeim fyrri.
Jóhanna Lilja Jónsdóttir, úr Skíðafélaginu í Stafdal, komst á verðlaunapall í bæði svigi og stórsvigi á Skíðamóti Íslands sem haldið var á Dalvík um síðustu helgi.
Karlalið Þróttar vann sinn síðasta leik á leiktíðinni þegar það lagði Þrótt Vogum 1-3 á laugardag. Liðið náði ekki að komast í úrslitakeppnina. Þjálfari liðsins segir veikindi og meiðsli hafa sett svip sinn á veturinn.