Mótanefnd skoðar erindi austfirsku liðanna

Næstu skref um framtíð Íslandsmótsins í knattspyrnu virðast í höndum mótanefndar sambandsins. Framkvæmdastjóri sambandsins ítrekar að svigrúm sé í reglugerð til að láta mótið standa til 1. desember.

Lesa meira

Austri og Eskja hvetja börn á Eskifirði til íþróttaiðkunar

Ungmennafélagið Austri á Eskifirði hefur gert samstarfssamning við útgerðarfélagið Eskju með það að markmiði að auka íþróttaiðkun meðal barna á Eskifirði. Þá verður rafíþróttadeild stofnuð innan félagsins í kvöld.

Lesa meira

„Sé ekki fyrir mér að byrjað verði aftur um miðjan nóvember“

Leiknir Fáskrúðsfirði var ekki í samfloti með öðrum austfirskum liðum í erindi þeirra til Knattspyrnusambands Íslands um að Íslandsmótið yrði blásið af vegna Covid-19 faraldursins enda hagsmunir félagsins töluvert aðrir en hinna. Formaður knattspyrnudeildar þess viðurkennir þó að staðan sé að verða þröng.

Lesa meira

Æfir hvorki né keppir á meðan lögreglurannsókn stendur

Stjórn Ungmennafélags Einherja á Vopnafirði hefur ákveðið að erlendur leikmaður, sem grunaður er um líkamsárás um síðustu helgi, muni hvorki æfa né keppa með liðinu meðan lögregla rannsakar mál hans. Stjórn félagsins segir lýsingu leikmannsins af atvikinu ekki samræmast þeim fréttum sem af því hafa birst.

Lesa meira

Ekki annað í boði en kveðja erlendu leikmennina

Erlendir leikmenn austfirskra knattspyrnuliða tínast nú til sinna heimalanda þótt enn eigi eftir að spila þrjár umferðir af Íslandsmótinu. Formaður Hattar/Hugins segir félögin vart hafa efni á öðru. Þau þrýsta á Knattspyrnusamband Íslands að hætta keppni í neðri deildum.

Lesa meira

Reynslan sigldi sigrinum til Grindavíkur - Myndir

Grindavík vann Hött 94-101 eftir framlengingu í fyrsta leik Domino‘s deildar karla í gærkvöldi. Höttur var yfir lengi í leiknum en gestunum tókst að jafna leikinn undir lok venjulegs leiktíma og höfðu síðan yfirburði í framlengingu.

Lesa meira

Körfubolti: Hetti spáð falli

Bæði forráðamenn félaga og fulltrúar fjölmiðla spá Hetti falli úr úrvalsdeild karla í vetur. Keppnistímabilið hefst næsta fimmtudag.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.