Fótbolti: „Vissum að við myndum skora mörk“

Fáskrúðsfirðingar geta leyft sér að fagna í kvöld eftir að Leiknir tryggði sér sigur í annarri deild karla í knattspyrnu og þar með sæti í fyrstu deild næsta sumar með 1-3 sigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknismenn þurftu að hafa fyrir sigrinum eftir að hafa verið undir í hálfleik en þjálfarinn og fyrirliðinn voru sammála um að sigurinn væri samt innan seilingar.

Lesa meira

Dásamlegt að taka á móti titlinum á heimavelli

Eyþór Melsteð Ingólfsson fór með sigur af hólmi í aflraunakeppninni Austfjarðatröllinu. Eyþór er uppalinn á Breiðdalsvík og tók á móti titlinum á heimavelli þar sem síðustu greinar keppninnar fóru fram. Þetta var fyrsti sigur hans í aflraunakeppni en Eyþór stefnir lengra.

Lesa meira

Ellefu marka leikur í Fjarðabyggð: Aldrei lent í svona leik

Ellefu mörk voru skoruð í leik Fjarðabyggðar og Kára í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardag þegar liðin mættust í annarri deild karla í knattspyrnu. Fjarðabyggð skoraði sjö markanna en gestirnir fá Akranesi fjögur. Þjálfari Fjarðabyggðar segir leikinn hafa verið stórskemmtilegan en hann þurfi að fara yfir varnarleik síns liðs.

Lesa meira

Fótbolti: Leiknismenn fögnuðu deildarmeistaratitlinum – Myndir

Leiknir Fáskrúðsfirði leikur í næst efstu deild karla í knattspyrnu næsta sumar eftir 1-3 sigur á Fjarðabyggð í lokaumferð annarrar deildar í dag. Sigurinn tryggði þeim jafnframt deildarmeistaratitilinn og þar með fyrsta titil félagsins í landskeppni í knattspyrnu.

Lesa meira

Leiknir skoraði sex mörk gegn Tindastóli

Leiknir vann góðan 6-0 sigur á Tindastóli þegar heil umferð var leikinn í annarri deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Á Eskifjarðarvelli ringdi bæði vatni og mörkum þegar Fjarðabyggð og Þróttur Vogum gerðu 4-4 jafntefli.

Lesa meira

Tour de Ormurinn á morgun

Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn verður haldin á morgun í áttunda sinn. Vegfarendur á svonefndum Fljótsdalshring eru beðnir um að gæta varúðar þar sem hjólreiðafólkið verður á ferðinni.

Lesa meira

„Við þurfum bara að vinna einn leik“

Á laugardaginn var komst Leiknir á Fáskrúðsfirði upp í fyrsta sæti annarar deildar með sigri á Vestra. Þá er ein umferð eftir í deildinni þar sem Leiknir getur tryggt sér deildarmeistaratitil í leik við Fjarðabyggð.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.