


Körfubolti: Höttur vann KR
Höttur vann KR í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á föstudagskvöld, 72-83. Hattarliðið var með KR í greipum sér allt frá þriðju mínútu leiksins.
Körfubolti: Njarðvík öflugri á lokasprettinum
Höttur tapaði sínum öðrum leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í vetur þegar það beið lægri hlut gegn Njarðvík 86-91 á heimavelli í gærkvöldi. Seinni hálfleikur var jafn en Njarðvíkingar sigu fram úr síðustu mínútuna.
Birna Jóna heldur áfram að bæta Íslandsmet
Birna Jóna Sverrisdóttir, sleggjukastari úr Hetti, tvíbætti nýverið Íslandsmet sitt með 4 kg sleggju í flokki 15 ára stúlkna.
Þróttarar nýkomnir heim af Norðurlandamótum í blaki
Fjórir leikmenn Þróttar Neskaupstað eru nýkomnir heim af NEVZA-mótum í blaki með íslensku U-19 og U-17 ára landsliðunum.
Blak: Vestri reyndist sterkari í oddahrinunni
Karlalið Þróttar tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni í úrvalsdeildinni í blaki þegar Vestri frá Ísafirði kom í heimsókn á laugardag. Oddahrinu þurfti til að knýja fram úrslitin í hörkuleik.
Blak: Karlaliðið náði í stig gegn KA
Karlalið Þróttar náði í stig með að knýja fram oddahrinu þegar liðið lék gegn KA á Akureyri í úrvalsdeildinni í blaki um helgina. Kvennaliðið hélt líka norður og sótti í sig veðrið þegar á leið leik.
Körfubolti: Höttur í fjórðungsúrslit í annað skiptið
Karlalið Hattar í körfuknattleik tryggði sér á mánudagskvöld sæti í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í annað skiptið í sögu félagsins þegar liðið lagði Selfoss á útivelli.