


Knattspyrna: Einherji og KFA með sigra helgarinnar
Knattspyrnufélag Austfjarða og Einherji voru þau austfirsku lið sem lögðu mótherja sína í Íslandsmótinu í knattspyrnu um síðustu helgi. KFA er ósigrað eftir þrjá leiki. Óveður hafði áhrif á tímasetningar leikjanna.
Knattspyrna: Sigrar hjá Spyrni og Einherja
Spyrnir í fimmtu deild karla og Einherji í annarri deild kvenna voru þau austfirsku lið sem unnu leiki sína á Íslandsmótinu í knattspyrnu um helgina.
Blak: Tinna Rut valin í úrvalsliðið á Evrópumóti smáþjóða
Tinna Rut Þórarinsdóttir úr Neskaupstað var valin annar af bestu kantsmössurum Evrópumóts smáþjóða í blaki sem fram fór í Lúxemborg um helgina. Íslenska landsliðið vann mótið.
Skíði: Horfa verður í þarfir hvers einstaklings
Þrír af fimm keppendum í Stjörnuflokki á Andrésar Andar leikunum á skíðum í ár voru af Austurlandi. Í þeim flokki skíða börn sem þurfa sérstakan stuðning og keppa þá ýmist í braut með sínum aldursflokki eða í braut sem hæfir þeim sérstaklega. Þjálfari hjá Skíðafélaginu í Stafdal (SKÍS) segir foreldra þakkláta fyrir þann stuðning sem börnunum sé sýndur.
Þau sem prófuðu glímuna komu næstum alltaf aftur
Kristín Embla Guðjónsdóttir frá Reyðarfirði varð í síðasta mánuði glímudrottning Íslands í þriðja sinn. Hún segist hafa fylgt vinkonu sinni á fyrstu glímuæfinguna tíu ára gömul og fljótt orðið hugfangin af íþróttinni.
Knattspyrna: Fyrsti sigur Hattar/Hugins í sumar
Höttur/Huginn vann sinn fyrsta leik í annarri deild karla í sumar meðan KFA lék sinn fjórða leik án taps. FHL féll úr leik gegn úrvalsdeildarliði FH í bikarkeppni kvenna og Einherji vann sinn annan leik í röð í annarri deild kvenna.
Samið um nýtt gervigras á Fellavöll
Íþróttafélagið Höttur mun taka að sér að leggja nýtt gervigras á Fellavöll, samkvæmt samningi við Múlaþing. Þar með er farin svipuð leið og gert var við byggingu fimleikahússins á Egilsstöðum.