Bandaríkjamaðurinn Akeem Clark fór á kostum og skoraði 48 stig þegar
Höttur tryggði sér áframhaldandi þátttökurétt í 1. deild karla í
körfuknattleik með 98-106 sigri á ÍA á föstudagskvöld. Skagamenn eru á
móti fallnir.
Höttur vann Skallagrím en tapaði fyrir Ármanni í suðurferð sinni í 1.
deild karla í körfuknattleik um seinustu helgi. Liðið virðist nær
öruggt með að halda stöðu sinni í deildinni.
Höttur tekur á móti Haukum í kvöld í 1. deild karla í körfuknattleik.
Liðið batt enda á átta leikja taphrinu með því að leggja Hrunamenn í
suðurferð fyrir hálfum mánuði en tapaði fyrir Val í sömu ferð.
Fjarðabyggð tapaði fyrir Þór frá Akureyri í fyrstu umferð
Lengjubikarsins um helgina 0-1. Mark Þórsara, sem voru sterkari aðilinn
í leiknum, kom skömmu fyrir leikslok. Leikurinn fór fram í
Fjarðabyggðarhöllinni.
Kajakklúbburinn KAJ er eina austfirska íþróttafélagið sem fær úthlutað úr íþróttasjóði menntamálaráðuneytisins. Alls var úthlutað tæpum 15,7 milljónum króna til 78 verkefna um allt land. Kajakklúbburinn fékk 150 þúsund til uppbyggingar félagsaðstöðu kajakræðara á Austurlandi.
Karlalið Þróttar Neskaupstað er úr leik í bikarkeppninni í blaki.
Seinni forkeppni bikarkeppninnar fór fram á Akureyri um helgina þar sem
spilað var um tvö laus sæti í undanúrslitum keppninnar.
Tveir leikir verða í kvöld í fyrstu umferð Síldarvinnslumótsins í
knattspyrnu. Það er nýstofnað Knattspyrnudómarafélag Austurlands sem
stendur fyrir mótinu.