Fjarðabyggð festist enn frekar við botn 1. deildar karla í knattspyrnu
eftir 1-2 tap gegn ÍR á Eskifjarðarvelli á föstudagskvöld. Þjálfari
Fjarðabyggðar segir menn ekki komast upp með slíkt kæruleysi og varð
Fjarðabyggð að falli í fallbaráttunni.
Reyðfirðingar eiga sinn fulltrúa í Frakklandshjólreiðunum, Tour de
France. Sá heitir Edvald Boasson Hagen og er reyndar norskur. Hann er
talinn einn efnilegasti hjólreiðamaður veraldar um þessar mundir.
Ættingjar hans hér heima fylgjast með sínum manni.
Hemir Þorsteinsson, þjálfari Fjarðabyggðar, viðurkennir að staða liðsins
sé svört eftir 1-3 tap á heimavelli gegn Þrótti Reykjavík í seinustu
viku. Liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar og aðeins eitt mark skilur liðið frá botnliði Njarðvíkur.
Fjarðabyggð og Þór gerðu í kvöld 1-1 jafntefli á Eskifjarðarvelli. Bæði
mörkin komu í fyrri hálfleik. Tvö rauð spjöld bættust við á
Fjarðabyggðarliðið í leikslok.
Fjarðabyggð er komin í fallsæti í 1. deild karla eftir ósigur gegn ÍA um
helgina. Leiknir virðist ætla að fylgja Dalvík/Reyni í úrslitakeppni
þriðju deildar.
Fjölnir sigraði í dag Fjarðabyggð í 1. deild karla í knattspyrnu 0-1 á Eskifjarðarvelli.
Sigurmarkið kom tveimur mínútum fyrir leikslok. Þjálfari Fjarðabyggðar
segja gestina úr Grafarvoginum hafa verið heppnari.