Orkumálinn 2024

Taktar á jólamóti í fimleikum: Myndir

Glæsileg tilþrif sáust á jólamóti fimleikadeildar Hattar sem haldið var skömmu fyrir jól í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Iðkendur deildarinnar reyndu þar með sér í á hinum ýmsu áhöldum. Gleðin var við völd og fengu keppendur jólakúlur í viðurkenningarskili í mótslok. Austurfrétt var á svæðinu og fangaði stemminguna.
 

Lesa meira

Viðar Örn: Ræði þennan leik ekki meir - Myndir

karfa_hottur_hamar_des12_0054_web.jpg
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í körfuknattleik, var ekki par sáttur við frammistöðu síns liðs í 73-88 tapi fyrir Hamri á fimmtudagskvöld. Hattarmenn ætluðu sér stóra hluti fyrir leikinn en stóðu engan vegin undir eigin væntingum.

Lesa meira

Þorbjörg Ólöf íþróttamaður Fjarðabyggðar

itrottamadur_fjardabyggdar.jpg
Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, blakkona úr Þrótti, er íþróttamaður Fjarðabyggðar árið 2012 en verðlaunin voru afhent í síðustu viku. Þorbjörg hefur lengi verið lykilmaður í Þróttarliðinu sem náði ágætum árangri í fyrra.

Lesa meira

Blak: Þróttur á toppnum um jólin

throttur_hk_blak_april12_0053_web.jpg
Þróttur heldur upp á jólin í efsta sæti fyrstu deildar kvenna í blaki. Liðið lagði Stjörnuna um helgina í Neskaupstað.

Lesa meira

Blak: Nær Þróttur aftur efsta sætinu?

throttur_eik_blak_bikar_17032012_0011_web.jpg
Þróttur Neskaupstað getur endurheimt efsta sætið í fyrstu deild kvenna í blaki um helgina þegar liðið fær KA í heimsókn. Karlaliðin mætast einnig á laugardag.

Lesa meira

Karfan og knattspyrnan mætast í góðgerðaleik

fotbolti_hottur_leiknir_0067_web.jpg
Knattspyrnu- og körfuknattleikslið Hattar mætast í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum annað kvöld í leik þar sem ágóði af miðasölunni rennur til Héraðs- og Borgarfjarðardeildar Rauða krossins.

Lesa meira

Blak: Matthías þjálfar kvennalandsliðið

throttur_eik_blak_bikar_17032012_0040_web.jpg
Matthías Haraldsson, þjálfari Þróttar í Neskaupstað, hefur verið ráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í blaki. Hann tekur við af Apostol Apostolov, sem þjálfaði Þróttarliðið á undan Matthías en sá tekur við karlalandsliðinu.
 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.