Karfa: Frisco tryggði Hetti sigur á Þór á lokasekúndunum í blóðugum slag

karfa hottur stjarnan bikar 0039 webHöttur gerði góða ferð norður á Akureyri í gær og lagði lið Þórs í 1. deild karla í körfuknattleik.  Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en Frisco Sandidge tryggði Héraðsmönnum sigurinn á síðustu sekúndum leiksins. Fyrr í leiknum hafði einn leikmanna Hattar þurft að yfirgefa völlinn alblóðugur eftir að hafa lent illa í leikmann Þórs.

Lesa meira

Erna Friðriks farin út til að æfa fyrir vetrarólympíuleikana: Keppnin harðari en á öðrum mótum

erna fridriksdottir nov13Skíðakonan Erna Friðriksdóttir úr Skíðafélaginu Stafdal hélt um síðustu helgi út til Denver í Bandaríkjanna til að undirbúa þátttöku sína á vetrarólympíuleikum fatlaðra sem fram fara í Sochi í Rússlandi í mars. Hún setti stefnuna beint þangað eftir að hafa keppt á leikunum í Vancouver í Kanada árið 2010.

Lesa meira

Hulda Elma valin íþróttamaður Þróttar

hulda elma eysteinsdottir ithrottamadurnesk13Blakkona Hulda Elma Eysteinsdóttir er íþróttamaður Þróttar árið 2013 en hún var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði félagsins í vor. Viðurkenningin var veitt þegar kveikt var á jólatrénu í Neskaupstað á laugardag.

Lesa meira

Karfa: Höttur vængstýfði Vængi Júpíters - Myndir

karfa hottur vaengir jupiters 0007 webHöttur burstaði Grafarvogsliðið Vængi Júpíters 123-56 í fyrstu deild karla í körfuknattleik þegar liðin mættust á Egilsstöðum í gærkvöldi. Yngri leikmenn fengu tækifæri til að spreyta sig í leiknum.

Lesa meira

Fótbolti: Hrepparígnum eytt með samæfingum

fbyggd 5fl klakaholl webÞótt síðustu deildarleikir meistaraflokka Hattar og Fjarðabyggðar í knattspyrnu hafi endað með rauðum spjöldum og blóðugum andlitum er annað uppi á teningnum í yngri flokkum félaganna. Liðin stóðu í gær fyrir sameiginlegri æfingu í fimmta flokki drengja í Fjarðabyggðarhöllinni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.