Orkumálinn 2024

Völdu að heimsækja Austfirði í æfingaferð

Leikmenn færeyska knattspyrnufélagsins MB Miðvágur hafa undanfarna viku dvalist við undirbúning fyrir komandi keppnistímabil á Austfjörðum. Leikmennirnir hrifust af Fjarðabyggðarhöllinni en engin yfirbyggður knattspyrnuvöllur er í Færeyjum.

„Við vildum koma hingað til að hrista hópinn saman og drekka góðan íslenskan bjór,“ segir Niels Juul Eiriksson sem fór fyrir hópnum í ferðinni.

Liðið spilaði tvo æfingaleiki við annan flokk UÍA og Leikni Fáskrúðsfirði en tapaði báðum fremur stórt. Fyrir fjórum árum var MB í fyrstu deildinni í Færeyjum en féll úr annarri deildinni árið 2016 og spilar nú í þriðju deildinni, sem jafna má við utandeildina. „Við misstum marga sterka leikmenn á sínum tíma, sumir fluttu úr landi til að fara í nám og svo framvegis,“ útskýrir Niels Juul.

Hópurinn sem kom til Íslands var líka heldur minni en ætlað var. „Við ætluðum að vera yfir 20 en erum 11. Margir þurftu að fara til veiða, veiktust eða þurftu að vinna.“

MB liðið kom með Norrænu og dvaldi á Eskifirði. „Þetta eru ungir strákar sem stöðugt vilja hafa mikið fyrir stafni. Við erum búnir að vera mikið í sundi og ganga út um allt á Eskifirði,“ segir hann.

Fjarðabyggðarhöllin var eitt helsta aðdráttaraflið við Austfirði. „Okkur langaði til að spila innanhúss, það er öðruvísi. Við höfum enga svona höll í Færeyjum en hins vegar eru allir okkar með gervigrasi utan eins og þar vilja menn helst ekki spila.“

MB á sér nokkra litríka sögu en meðal þekktustu leikmanna í sögu félagsins er Kaj Leo Johannesen sem var lögmaður Færeyja 2008-2015. Liðið ætti nú að vera tilbúið í færeyska knattspyrnutímabilið sem hefst í lok mars og lýkur seint í september.

Miðvágur, heimabær MB, er syðst á eyjunni Vágar og fyrsti bærinn sem komið er að á leiðinni frá alþjóðaflugvellinum til Þórshafnar. Þar búa 1100 manns og er bærinn sá stærsti á eyjunni.

Niels Erik fyrir miðju ásamt tveimur leikmönnum liðsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.