Vetrarstarf austfirskra bridge-spilara komið á fullt

bridge_maggiasgrims_web.jpgFyrsti paratvímenningurinn í mótaröð Bridgesambands Austurlands var spilaður á Egilsstöðum fyrir skemmstu. Austurlandsmótið í tvímenningi fer fram á Seyðisfirði um helgina. Góð þátttaka hefur verið í þeim mótum sem búin eru í haust.

 

Það voru Jóhanna Gísladóttir og Skúli Sveinsson sem urðu hlutskörpust í paratvímenningnum með 148 stig. Guðný Kjartansdóttir og Sigurður Stefánsson urðu í öðru sæti með 138 stig og Sigríður Gunnarsdóttir og Jón Einar Jóhannsson þriðju með 133 stig. Átta pör mættu til leiks.

Níu sveitir voru í Hraðsveitakeppninni sem fram fór á Reyðarfirði. Sveit Brimbergs, skipuð þeim Einari H. Guðmundssyni, Jóni Halldóri Guðmundssyni, Kristni Valdimarssyni og Sigurði Valdimarssyni fékk þar flest stig, 802 talsins. Sveit Haustaks varð önnur með 783 stig, stigi á undan sveit Suðurfjarðarmanna.

Næsta mót verður Austurlandsmótið í tvímenningi á Seyðisfirði um helgina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.