Urriðavatnssundi aflýst

Urriðavatnssundi, sem haldið er í samnefndu vatni í júlí ár hvert, hefur verið aflýst í ár vegna óvissu út af Covid-19 faraldrinum.

Í tilkynningu segja skipuleggjendur að þeir hafi til þessa haldið opnum möguleikanum á að halda sundi í sumar. Þeir telja ekki forsendur til að gera það lengur, að höfðu samráði við sóttvarnalækni.

Skipuleggjendur segja einkum tvær ástæður hafa ráðið ákvörðunin. Annars vegar sú mikla ábyrgð sem fælist í að stefna saman og í versta falli útsetja mögulega fyrir smiti hluta þeirra sem tilheyra framvarðarsveit í COVID-19 faraldri á Austurlandi.

Undanfarin ár hafa að minnsta kosti 25 björgunarsveitarmenn auk 3-5 heilbrigðisstarfsmanna verið kjarninn í starfsmönnum sundsins, en þeir hafa gætt öryggi sundfólks.

Í framhaldi af þessu gæti erfitt að öryggi sundmanna, en einmitt það hefur verið eitt helsta áhersluatriðið við skipulag sundsins.

Skipuleggjendur stefna hins vegar ótrauðir á að halda sundið sumarið 2021.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.