Uppskeruhátíð hjá Skíðafélaginu í Stafdal

skis_uppskeruhatid.jpgSkíðafélagið í Stafdal er komið í sumarfrí. Vetrinum lauk með góðri ferð á Andrésar Andarleikana á Akureyri og að lokum uppskeruhátíð á Seyðisfirði.

 

Uppskeruhátíð SKIS var haldin á Seyðisfirði í blíðskaparveðri þann 15. maí. Vel var mætt og skemmtu krakkarnir sér vel í leiktækjunum á leikskólanum og í leikjum á túninu utan við leikskólann.

Allir í krílaskólanum og yngsta iðkendahóp fengu viðurkenningarpening fyrir veturinn, enda stóðu krakkarnir í þessum hópum sig með stakri prýði í allan vetur og voru framfarir mjög miklar hjá öllum.

Í eldri hópum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í vetur:

Besta ástundun 8-10: ára Embla Rán Baldursdóttir
Mestu framfarir 8-10 ára: Bjartmar Pálmi Björgvinsson
Efnilegust 8-10 ára: Elísa Maren Ragnarsdóttir
Besta ástundun 11 ára og eldri: Fjölnir Þrastarson
Mestu framfarir 11 ára og eldri: Eggert Már Eggertsson
Efnilegastur 11 ára og eldri: Aron Steinn Halldórsson
Gullhjálmurinn - skíðamaður ársins 2011: Eiríkur Elísson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.