Um hundrað keppendur frá Austurlandi á Andrésar Andar leikunum

„Ég myndi svona ætla að heildarfjöldi keppenda frá báðum skíðafélögunum austanlands sé kringum hundrað talsins,“ segir Eðvald Garðarsson, hjá Skíðafélagi Fjarðabyggðar.

Einn allra stærsti viðburður í skíðaíþróttum hérlendis, Andrésar Andar leikarnir, hófust formlega á miðvikudaginn var en fyrsti tímatökudagur var í gær. Leikarnir sem eru opnir öllum frá fjögurra ára aldri til fimmtán ára aldurs standa fram á laugardag.

Eðvald segir að hingað til hafi austfirsku skíðaköppunum gengið vel og minnst einn Andrésar Andar meistari að austan kominn í bækur og nokkrir hafi nælt sér í annað og þriðja sætið á leikunum hingað til.

„Það má þó ekki einblína of mikið á keppnina því þetta snýst meira um skemmtun og félagsskap en endilega keppni og það útskýrir hvers vegna þetta kallast leikar. Öllum líður hér vel, sólin skín eins um hásumar sé að ræða og færið alveg stórkostlegt. Ómögulegt að biðja um neitt meira en hér er til staðar.“

Mynd: Lið Skíðafélags Fjarðabyggðar við setningarathöfnina á Akureyri á miðvikudaginn var. Mynd Skíðafélag Fjarðabyggðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.