Tvenn gullverðlaun til keppenda frá UÍA

Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 ára var haldið í Laugardalshöllinni um næstliðna helgi. Keppendur frá UÍA fengu tvenn gullverðlaun og fern silfurverðlaun á mótinu.

meistaramot_uia.jpgAlls tóku 222 keppendur frá 17 héraðssamböndum og félögum þátt í mótinu og var keppni þar hörð og spennandi. UÍA átti sex keppendur á mótinu og fóru þeir mikinn.

Örvar Þór Guðnason varð hlutskarpastur í hástökki 18-19 ára ungkarla og Daði Fannar Sverrisson sigraði í 60 m grindahlaupi 15 ára pilta á tímanum 9,73 sek. Auk þess hafnaði hann í öðru sæti í kúluvarpi 15 ára pilta með kasti uppá 12, 82 m.

Heiðdís Sigurjónsdóttir varð í öðru sæti í 800 m hlaupi 15 ára stúlkna á tímanum 2,33,01 mín og í þrístökki í með stökki upp á 10,00 m, Sigríður Tinna Sveinbjörnsdóttir varð önnur i 1500 m hlaupi 16 ára stúlkna á tímanum 6,33,96 mín.

Keppendur UÍA á Meistaramótinu, talin frá vinstri: Auðbjörg Þórarinsdóttir, Erla Gunnlaugsdóttir, Sigríður Tinna Sveinbjörnsdóttir, Daði Fannar Sverrisson, Heiðdís Sigurjónsdóttir og Örvar Þór Guðnason. Mynd: Lovísa Hreinsdóttir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.