Tveir leikir flautaðir af í gærkvöldi

Tveir knattspyrnuleikir voru flautaðir af á Austfjörðum í gærkvöldi vegna veðurs.

 

kff_eskifjvollur02072010.jpgÁ Eskifirði voru búnar 25 mínútur af leik Fjarðabyggðar og Fjölnis í 1. deild karla þegar dómarinn, Þórður Már Gylfason, flautaði hann af því leikmenn gátu vart sent boltann á milli sín. Á vellinum voru stórir pollar sem boltinn stöðvaðist í og aðeins hægt að taka hornspyrnur í einu horni.

Leikurinn á að fara fram klukkan 16:00 í dag. Verði Eskifjarðarvöllur ekki orðinn sæmilega þurr verður leikið í Fjarðabyggðarhöllinni.

Sömu sögu er að segja af Seyðisfirði þar sem leikur Hugins og Magna í þriðju deild var flautaður af í leikhléi. Staðan var þá 1-1. Leikmenn áttu erfitt með að fóta sig á vellinum, hvað þá að reikna út stefnu boltans. Nýr leikdagur hefur ekki verið ákveðinn.

Á Vopnafirði var leikfært en þar vann Leiknir Einherja 1-4. Almar Daði Jónsson og Vilberg Marinó Jónasson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Leikni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.