Tvö brons austur í Íslandsglímunni

glimagrunnskvef.jpg
Reyðfirðingarnir Eva Dögg Jóhannsdóttir og Hjalti Þórarinn Ásmundsson urðu í þriðja sæti í Íslandsglímunni sem fram fór á Ísafirði um síðustu helgi.

Sex kepptu um Grettisbeltið en tólf um Freyjumenið. Eva Dögg og Hjalti fylgja þar með eftir góðum árangri Austfirðinga en í fyrra gerðist það í fyrsta sinn að glímumenn úr fjórðungnum komust á verðlaunapall í Íslandsglímunni.

Tveir keppanda UÍA urðu einnig grunnskólameistarar í glímu en sú keppni fór fram á sama tíma. Sveinn Marinó Larsen vann í 7. bekk og Kristín Embla Guðjónsdóttir í sjötta bekk, auk þess Bylgja Rún Ólafsdóttir 8. bekk náði þriðja sæti. Keppendur á mótinu voru alls um áttatíu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.