Orkumálinn 2024

Tobias og Tinna fljótust í hlaupi Launafls

Tobias Lucas og Tinna Rut Guðmundsdóttir voru fljótust í 1. maí hlaupi Launafls sem fram fór á verkalýðsdaginn í síðustu viku.

Hlaupið var fyrst haldið árið 2009 og þetta því ellefta skiptið. Keppendur voru ræstir við verslun fyrirtækisins á Reyðarfirði og hlaupið að sundlauginni á Eskifirði, alls 13,5 km leið. Þá var einnig í boði skemmtiskokk. Alls tóku 12 hlauparar þátt í hlaupinu.

Í kvennaflokki var Tinna Rut Guðmundsdóttir fljótust á 1:01,00 klst., Borghildur Sigurðardóttur önnur á 1:11,12 klst. og Þóra Jóna Árbjörnsdóttir þriðja á 1:13,02 klst.

Í karlaflokki hljóp Tobias Lucas hraðast á 1:02,10 klst., en Sigurjón Rúnarsson kom í mark 34 sekúndum síðar. Guðmundur Hinrik Gunnlaugsson varð þriðji á 1:16,10.

Við upphafi hlaupsins sendi Magnús Helgason, forstjóri Launafls, sérstakar kveðjur til Eyþórs Hannessonar sem hefur verið fastagestur í hlaupinu. Eyþór komst ekki að þessu sinni þar sem hann var í Osló þar sem hann hefur verið í krabbameinsmeðferð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.