Þróttur skellti Íslandsmeisturunum

Kvennalið Þróttar tyllti sér aftur á toppinn í Mizuno-deild kvenna í blaki með því að vinna báða leiki sína gegn Íslandsmeisturunum HK í Neskaupstað um síðustu helgi. Ekki gekk jafn vel hjá karlaliðinu sem tók á móti Stjörnunni.

Spilað var föstudag og laugardag í Neskaupstað.

Leikur kvennaliðanna á föstudagskvöld var mjög jafn en Þróttur vann hann 3-1 hrinum eða 25-22, 23-25, 25-14 og 25-15.

Þróttur sýndi áfram styrk sinn og vann leikinn á laugardag 3-0 eða 25-20, 25-19 og 25-19.

Sigrarnir senda Þrótt í efsta sæti deildarinnar með 15 stig en Stjarnan er í öðru sæti með 11 stig en hefur leikið einum leik færra. Toppliðin mætast tvisvar í Neskaupstað eftir viku.

Karlaliðið tapaði báðum leikjum sínum gegn Stjörnunni 0-3. Hrinurnar í fyrri leiknum fóru 23-25, 19-25 og 20-25 en 17-25, 21-25 og 18-25 í seinni leiknum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar