Þróttur skellti Íslandsmeisturunum

Kvennalið Þróttar tyllti sér aftur á toppinn í Mizuno-deild kvenna í blaki með því að vinna báða leiki sína gegn Íslandsmeisturunum HK í Neskaupstað um síðustu helgi. Ekki gekk jafn vel hjá karlaliðinu sem tók á móti Stjörnunni.

Spilað var föstudag og laugardag í Neskaupstað.

Leikur kvennaliðanna á föstudagskvöld var mjög jafn en Þróttur vann hann 3-1 hrinum eða 25-22, 23-25, 25-14 og 25-15.

Þróttur sýndi áfram styrk sinn og vann leikinn á laugardag 3-0 eða 25-20, 25-19 og 25-19.

Sigrarnir senda Þrótt í efsta sæti deildarinnar með 15 stig en Stjarnan er í öðru sæti með 11 stig en hefur leikið einum leik færra. Toppliðin mætast tvisvar í Neskaupstað eftir viku.

Karlaliðið tapaði báðum leikjum sínum gegn Stjörnunni 0-3. Hrinurnar í fyrri leiknum fóru 23-25, 19-25 og 20-25 en 17-25, 21-25 og 18-25 í seinni leiknum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.