Úthlutað úr Spretti, afrekssjóði UÍA og Alcoa

uia_sprettur_nov11.jpgFimmtán aðilar fengu úthlutað úr Spretti, afrekssjóði UÍA og Alcoa, nýverið alls 750 þúsund krónum. Úthlutunin fór fram í íþróttahúsinu á Reyðarfirði að loknu stigamóti í frjálsíþróttum. Alls bárust 37 umsóknir í þessa úthlutun. Veittir eru styrkir í fjórum flokkum.

 

Afreksstyrkir
Heiðdís Sigurjónsdóttir frjálsíþrótta- og knattspyrnukona í Hetti og Lilja Einarsdóttir, blakkona í Þrótti hlutu 100 þús. króna framlag hvor. Þar sem einungis eru veittir þrír afreksstyrkir ár hvert og úthlutunarnefnd reyndist ógerningur að gera upp á milli tveggja umsækjenda var ákveðið að þeir skiptu með sér einum styrk. Þeir Andrés Kristleifsson og Eysteinn Bjarni Ævarsson körfuknattleiksmenn úr Hetti hlutu því hvor um sig 50 þúsund króna styrk.

Iðkendastyrkir
Alexandra Sigurþórsdóttir, fimleikakona úr Hetti, Eiríkur Ingi Elísson, skíðamaður í Skíðafélaginu í Stafdal, Lilja Tekla Jóhannsdóttir, skíðakona úr Þrótti, Ragnar Pétursson, knattspyrnumaður úr Hetti og Örvar Þór Guðnason, frjálsíþróttamaður í Hetti, hlutu hvert um sig 50 þúsund króna framlag frá Spretti.
 
Þjálfarastyrkir
Eysteinn Húni Hauksson, knattspyrnuþjálfari hjá Hetti hlaut 60 þús. kr. framlag, Fimleikadeild Hattar 50 þúsund krónur og Bjartur Þór Jóhannsson, skíðaþjálfari hjá Þrótti 40 þús. króna styrk.
 
Félagsstyrkir
Skautafélag Austurlands hlaut 50 þúsund krónur vegna uppbyggingar vélfrysts skautasvells, blakdeild Hattar hlaut sömuleiðis 50 þúsund krónur vegna blakæfinga fyrir börn 10 til 12 ára, og Skíðadeildir Austra, Vals og Þróttar einnig 50 þúsund fyrir starfrækslu á skíðaskóla.

Í úthlutunarnefnd Spretts eiga sæti Hreinn Halldórsson og Helga Jóna Jónasdóttir fyrir hönd UÍA og Guðný Björg Hauksdóttir og Hilmar Sigurbjörnsson fyrir hönd Alcoa.

Á myndinni er hluti styrkþega ásamt Guðnýju Björgu Hauksdóttur (t.v.), fulltrúa úthlutunarnefndar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.