Telma og Áslaug Munda í kvennalandsliðinu

Tveir leikmenn, aldir upp á Austurlandi, eru í fyrsta landsliðshópi nýs þjálfara A-landsliðs kvenna í knattspyrnu. Sá er einnig ættaður af Austurlandi.

Telma er valin í landsliðið í fyrsta skipti. Hún er fædd árið 1999 og uppalin á Norðfirði og spilaði tvö tímabil með Fjarðabyggð, 2014. Fyrra tímabilið var hún útileikmaður en seinna sumarið var hún komin í markið þar sem hún spilar enn.

Á fréttamannafundi, sem haldinn var til að tilkynna valið, sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, að hann teldi líklegt að Telma yrði einn bestu markvarða Íslands á næstu árum. Hann sagði hana hafa staðið sig vel á landsliðsæfingum í febrúar og því hefði hann talið rétt að velja hana í hópinn.

Telma er á mála hjá Breiðabliki en var síðasta sumar í láni hjá FH. Hún hefur einnig leikið með Grindavík og Haukum.

Áslaug Munda er fædd árið 2001 og hefur þegar leikið tvo A-landsleiki. Hún er alinn upp hjá Hetti á Egilsstöðum en spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki hjá Völsungi árið 2016. Hún er líkt og Telma á mála hjá Breiðabliki þar sem hún hefur verið síðan árið 2018.

Landsliðið mætir Ítalíu í æfingaleik í næsta mánuði. Það verður fyrstu leikurinn undir stjórn Þorsteins. Hann á líka ættir að rekja austur, nánar til tekið í Viðfjörð og spilaði með Þrótti Neskaupstað í upphafi leikmannsferils síns.

Mynd: KSÍ

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.