Orkumálinn 2024

„Það eru allir klárir í bátana“

Keppni á tuttugasta Unglingalandsmóti UMFÍ hófst á Egilsstöðum klukkan tíu í morgun með golfmóti, en aðrar keppnisgreinar hefjast í fyrramálið.


„Undirbúningur hefur gengið gríðarlega vel og skráning bæði keppenda og sjálfboðaliða tók góðan kipp um síðustu helgi,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri mótsins.

Ómar Bragi segir alla aðstöðu og aðbúnað á Egilsstöðum til fyrirmyndar. „Það eiga allir hrós skilið, sveitarfélagið, UÍA og allir þeir sem hafa að þessu komið. Nú er allt að smella saman og við hlökkum til að takast á við helgina.“

Ómar Bragi segir veðurspána nokkuð hagstæða. „Já, ég við búin að ræða við hann í efra fyrir nokkru. Föstudagurinn er flottur, 14 gráður og sólarglennur og ég held að það verði bara hæglætisveður alla helgina. Það þakka nú bara allir fyrir að mótið var ekki síðustu helgi,“ segir Ómar Bragi.

 

Allir vinna saman
Um 200 keppendur hafa skráð sig til leiks frá UÍA. „Við erum gríðarlega ánægð og þetta er meiri fjöldi en við bjuggumst við. Það er allt að smella hjá okkur, en umfangið er vissulega meira en við eigum að venjast á mótum hjá okkur,“ segir Ester S. Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri UÍA. 

Ester segir að vel hafi gengið að fá sjálfboðaliða til starfa. „Fólk hefur verið að breyta sínum plönum um helgina til þess að geta verið með okkur. Það vinna allir saman, fólk úr íþróttahreyfingunni, aðstandendur keppenda og aðrir, en það gerir þetta svo fallegt og skemmtilegt.“

Keppni á mótinu hefst á fullum krafti klukkan tíu í fyrramálið en mótssetning verður á Vilhjálmsvelli annað kvöld klukkan 20:00. Öllum er velkomið að mæta á hana sem og alla þá viðburði sem verða um helgina. Dagskrána má sjá hér.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.