Stefnan á að gefa efnilegum heimamönnum tækifæri

Staðfest hefur verið að Dragan Stojanovic verði áfram þjálfari meistaraflokks karla hjá Fjarðabyggð í knattspyrnu. Stefna félagsins er að byggja leikmannahópinn meira upp á uppöldum leikmönnum.

Þetta staðfestir Ingi Steinn Freysteinsson, varaformaður félagsins í samtali við Austurfrétt.

Liðið endaði í 9. sæti annarrar deildar síðasta sumar. Stuðningsmenn liðsins hafa gagnrýnt gengi þess síðustu sumur og bent á í því samhengi fjölda erlendra leikmanna, en aðeins þrír af þeim níu leikmönnum sem spiluðu flesta leiki fyrir liðið í sumar voru íslenskir.

Ingi Steinn segir stefnuna að byggja liðið upp til næstu ára á heimamönnum. „Það eru sterkir árgangar að koma upp hjá okkur og ætlum við að gefa þeim stökkpall á næstu árum með því að fækka aðkomumönnum sem við fáum í skrefum,“ segir Ingi Steinn.

Hann segir ekki enn ljóst hvaða leikmenn verði áfram hjá félaginu en á næstunni verði settur kraftur í að fara yfir samninga leikmanna til að finna hverjir verði áfram og hverjir rói á önnur mið.

Framtíðin er björt bæði hjá bæði karla- og kvennaliðunum hjá okkur í fjarðabyggð. Við erum því spennt fyrir framtíðinni og hlökkum til að halda áfram að byggja upp félagið.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.