Á sjöunda hundrað hljóp í kvennahlaupinu

kvennahlaup_egs12_1.jpg
Á sjöunda hundrað kvenna tók þátt í Sjóvá kvennahlaupi ÍSÍ á Austurlandi á laugardag. Flestar voru á Egilsstöðum og í Neskaupstað.
 
Um 150 konur hlupu á hvorum stað fyrir sig. Á Seyðisfirði voru 33 konur, 26 á Djúpavogi og 24 á Stöðvarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu ÍSÍ má áætla að alls um 640 konur hafi tekið þátt í hlaupinu á sambandssvæði UÍA.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.