Sex spænskir leikmenn hjá Þrótti Fjarðabyggð í vetur

Þróttur Fjarðabyggð hafa fengið liðstyrk fyrir veturinn bæði meistaraflokkur kvenna og karla. Jamie Monterroso Vargas og José Federico Martin (Fede) hafa samið við karlaliðið og Alba Hernandez Arades og Paula Miguel de Blas við kvennaliðið en öll eru þau spænsk. Þá halda Maria Jimenez Gallego og Miguel Angel Ramos áfram að spila með liðinu en þau voru einnig á síðasta tímabili.


Nýtt tímabil í blaki er að hefjast en úrvalsdeild karla fer af stað á morgun þegar KA og Þróttur Fjarðabyggð mætast á Akureyri þar sem Jamie og Fede munu leika sinn fyrsta leik fyrir félagið. Jamie er 21 árs uppspilari frá Malaga á Spáni og hefur m.a. leikið með U21 árs landsliði Spánar. Hann er að læra sálfræði og vinnur hjá Nestak í Neskaupstað. Fede er miðjumaður sem hefur leikið í næstefstu deild Spánar undanfarin þrjú ár með Almería.

Meistaraflokkurin kvenna hefur ekki leik í úrvalsdeildinni fyrr en 25. september þegar Þróttur Reykjavík kemur í heimsókn austur. Töluverð reynsla kemur með Alba í lið Þróttar Fjarðabyggðar en hún er 33 ára gamall uppspilari frá norðurhluta Spánar og hefur leikið í 14 ár í næstefstu deild Spánar með Real Grupo de Covadonga í borginni Gijón þar sem hún er alin upp. Hún hefur einnig getið sér gott orð í strandblaki. Alba þjálfar einnig blak í Neskaupstað í vetur og vinnur í þjónustudeild HSA. Paula er tíu árum yngri en Alba, 23 ára gömul, frá Malaga og hefur m.a. spilað í efstu deild. Hún er að læra sálfræði og starfa á kaffihúsinu Nesbæ í vetur.

 

Mynd: Alba Hernandez Arades, 33 ára uppspilari.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.