Sex frá Hetti í fimleikalandsliðum

Sex strákar frá Hetti voru í gær valdir í landsliðin í hópfimleikum sem taka þátt í Evrópumótinu í haust.

Þeir Alexander Þór Helgason og Andrés Ívar Hlynsson eru í landsliði drengja en Ásgeir Máni Ragnarsson, Bjartur Blær Hjaltason, Gísli Már Þórðarson og Þorvaldur Jón Andrésson í blönduðu liði unglinga.

Mótið verður haldið 14. – 17. september í Lúxemborg. Ísland sendir tvö lið í fullorðinsflokki, kvennalið og karlalið. Í unglingaflokki verða send þrjú lið, stúlknalið, drengjalið og blandað lið unglinga. Liðni hefja æfingar í júní og æfa saman fram að mótinu.

Landsliðin samanstanda alls af 81 fimleikaiðkenda. Auk Hattar eiga Afturelding, Fimleikafélag Akureyrar, Gerpla, Keflavík, Selfoss og Stjarnan þar fulltrúa.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.