Þróttur vann Þrótt en tapaði fyrir HK

Þróttur Neskaupstað sigraði nafna sinn úr Reykjavík í 1. deild kvenna í blaki á föstudagskvöld, 1-3 en töpuðu fyrir HK á laugardag 3-0.

 

ImageÍ fyrri leiknum vann Norðfjarðarliðið fyrstu tvær hrinurnar, 13-25 og 12-25 og þá fjórðu 17-25 á milli þess sem Reykjavíkur liðið vann eina hrinu 25-23. Miglena Apostolova og Helena Kristín Gunnarsdóttir voru stigahæstar með 18 og 16 stig.

Leikinn á laugardag vann HK fyrstu hrinuna 27-25 eftir að Þróttur hafði verið yfir 21-24. Aðra hrinuna vann HK 25-23 og þá þriðju loks 25-11 eftir að einn leikmanna Þróttar hafði meiðst.

HK og Þróttur mætast aftur eftir hálfan mánuð í undanúrslitum bikarkeppninnar í Laugardalshöll.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar