Þróttur náði öðru sæti deildarinnar

Þróttur Neskaupstað tryggði sér í dag annað sætið í 1. deild kvenna í blaki með 3-0 sigri á Stjörnunni í Garðabæ.

blak_stjarnan_throtturn_0073_web.jpgÞróttarstúlkur höfðu nokkra yfirburði í leiknum og unnu 15-15, 13-15 og 16-25. „Ég er ánægð því þetta er ungt lið,“ sagði Miglena Apostolova, fyrirliði Þróttar, í samtali við agl.is í leikslok.

Í gærkvöldi vann Þróttur Fylki í Árbæ 0-3, 19-25, 19-25 og 21-25. Miglena var þar stigahæst með 15 stig og Helena Kristín Gunnarsdóttir skoraði 12 stig.

Í hönd fer úrslitakeppni þar sem fjögur efstu liðin spila innbyrðis, tvo leiki, heima og heima og það lið sem verður hlutskarpast í keppninni verður Íslandsmeistari.

Forsvarsmenn Þróttar eru mótfallnir breytinum sem lagðar hafa verið fram um dagsetningarleikja. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að heimaleikir Þróttar yrðu í miðri viku en útileikirnir um helgar. Önnur lið í deildinni vilja fá þessu breytt þannig að heimaleikir verði jafnt um helgar sem í miðri viku. Því leggjast Norðfirðingar gegn. Liðið sé ungt og fjarvera leikmanna, jafnt úr skóla sem vinnu, verði ávallt meiri hjá þeim yfir tímabilið.

Þrjú neðstu liðin spila einnig innbyrðis um hvert þeirra fellur í 2. deild.

Næsta verkefni Þróttar eru úrslitakeppni bikarkeppninnar um næstu helgi.

blak_stjarnan_throtturn_0008_web.jpg

blak_stjarnan_throtturn_0036_web.jpg

blak_stjarnan_throtturn_0042_web.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.