Þróttur lagði KA í blaki

img_1751.jpgKvennalið Þróttar í blaki vann öruggan sigur á KA í fyrsta leik tímabilsins í Mikasa deildinni 3-0 þegar liðin mættust í Neskaupstað á laugardag.

 

Bæði liðin virtust vera frekar ryðguð eftir sumarið og hrinan fór hægt af stað. Þróttur byrjaði þó af meira öryggi og komst í 8 stiga mun. KA var skilið eftir og Þróttur hreinlega valtaði yfir Akureyringana í fyrstu hrinu, 25 stig á móti 8 hjá KA.

 

Önnur hrinan byrjaði með aðeins meiri ákefð en sú fyrsta. Þróttur tók strax forystuna og komst í nokkurra stiga mun. KA tók sig þá saman í andlitinu og minnkaði muninn í einungis tvö stig. Gestgjafarnir létu það ekki viðgangast og slitu sig aftur frá KA og unnu aðra hrinu með 25 stigum á móti 19 stigum KA.

 

Í þriðju hrinu urðu KA-ingar hreinlega eftir í startinu og gestgjafarnir náðu 10 stiga mun. KA stelpurnar sættu sig ekki við það og héngu í Þrótturunum það sem eftir var. Þeim tókst þó ekki að minnka bilið til muna, en þriðja hrina endaði með 25 stigum Þróttar á móti 18 stigum KA.


 
img_1704.jpgimg_1706.jpgimg_1707.jpgimg_1708.jpgimg_1709.jpgimg_1711.jpgimg_1722.jpgimg_1716.jpgimg_1718.jpgimg_1729.jpgimg_1750.jpgimg_1766.jpg

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.