Þróttur í bikarúrslitum um helgina

blak_throttur_bikarmeistari_web.jpgKvennalið Þróttar Neskaupstað spilar um helgina í úrslitum bikarkeppninnar í blaki. Möguleikar liðsins verða að teljast góðir í ljósi þess að það er í efsta sæti deildarkeppninnar.

 

Þróttur mætir KA í undanúrslitum á morgun, laugardag klukkan 14:00. Ýmir og HK mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Sigurliðin mætast síðan í úrslitaleik klukkan 13:30 á sunnudag. Þróttur vann seinast bikarinn árið 2008. Bikarúrslitaleikurinn verður sýndur í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.

Liðið er í efsta sæti 1. deildar kvenna en liðið vann Stjörnuna í Neskaupstað um seinustu helgi 3-0.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.