Orkumálinn 2024

Raúl Viangre þjálfar blaklið Þróttar á næstu leiktíð

Blakdeild Þróttar Neskaupstað hefur samið við Spánverjann Raúl Rocha Vinagre um að þjálfa meistaraflokka félagsins á næstu leiktíð auk þess að koma að þjálfun yngri flokka.

Frá þessu er greint í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í morgun. Raúl hefur þjálfað frá 18 ára aldri, bæði í yngri flokkum og efstu deildum á Spáni.

Hann er ekki ókunnugur Íslandi þar sem hann þjálfaði og spilaði með Fjallabyggð tímabilið 2017-18.

Raúl mun einnig spila með meistaraflokki karla í stöðu uppspilara og koma að þjálfun 2. – 5. flokks. Hann er væntanlegur til Norðfjarðar í ágúst.

Yfirþjálfari þeirra flokka hefur verið ráðinn Miguel Angel Ramon Melero sem spilaði með karlaliðinu í vetur. Hann heldur því áfram auk þess að þjálfa lið félagsins í 2. deild.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.