Öruggur sigur Þróttar í fyrsta leik

Þróttur vann HK örugglega í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í blaki í Neskaupstað í gærkvöldi. Þróttur vann 3-0 og hafði yfirburði í öllum hrinum.

Fyrstu hrinuna vann Þróttur 25-13, aðra 25-16 og þá þriðju 25-11.

Paula del Olmo Gomez var stigahæst í liðið Þróttar með 16 stig en Heiða Elísabet Gunnarsdóttir skoraði þrettán.

Liðin mætast aftur í Kópavogi klukkan 13:00 á morgun og í Neskaupstað á mánudagskvöld. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar