Nýtt skip Síldarvinnslunnar og mok loðnuveiði

borkur_nyr_feb12.jpgNýtt uppsjávarveiðiskip Síldarvinnslunnar, Börkur NK 122, kom til hafnar í Neskaupstað í síðustu viku. Skipið kem í staðinn fyrir eldra skip félagsins með sama nafni en það hefur fengið nafnið Birtingur NK-124.

 

Skipið var smíðað í Noregi árið 2000 og er búið öflugum kælibúnaði í 10 RSW tönkum.  Burðargeta skipsins er 1.850 tonn. Skipstjórar á skipinu verða Sturla Þórðarson og Sigurbergur Hauksson. Átta stöður verða á skipinu og tveir menn um hverja stöðu. Allur aðbúnaður starfsmanna er mjög góður og verður hver maður með sér klefa.

Skipið mun halda til veiða strax þegar búið verður að skrá skipið inn til landsins. Með tilkomu þessa skips er Síldarvinnslan hf. búin að endurnýja uppsjávarflota sinn um 72 ár á s.l. sex árum.

„Við erum komin með öflug skip sem falla vel að þeim markmiðum okkar að hámarka virði þeirra aflaheimilda sem við höfum aðgang að. Við ráðumst í þessa fjárfestingu með framtíðarþróun félagsins í huga og trúum því að stjórnvöldum muni bera gæfa til að lenda deilumálum um stjórn fiskveiða með hagsmuni okkar allra að leiðarljósi,“ segir í frétt á vef fyrirtækisins.

Börkur NK kom í Helguvík um hádegi í dag og Birtingur NK kom til Neskaupstaðar í gærkvöldi með fullfermi og er hluti aflans frystur. Beitir NK fyllti í gær og er að landa í bræðsluna í Neskaupstað og landar í frystingu á eftir Birtingi.

Bjarni Ólafsson AK kom til Helguvíkur í morgun með fullfermi. Erika landaði á Seyðis í gær og Vilhelm EA kom þangað með fullfermi í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.