Mizunodeildin farin af stað

Fjórir leikir fóru fram í Mizunodeildinni í blaki um helgina. Karla og kvennalið Þróttar Neskaupstað tóku á móti núverandi Íslandsmeisturum KA og spiluðu liðin tvo leiki hvor. Karlalið Þróttar fór með sigur úr báðum sínum leikjum en kvennalið KA sigraði í sínum leikjum.

 

Karlalið Þróttar vann nokkuð afgerandi 3-0 sigur á liði KA í fyrri leiknum. Hrinurnar fór 25-23, 25-16 og 25-15. Seinni leikurinn var töluvert jafnari en fór 3-1 eða 25-23, 25-27, 25-20 og 25-23 í hrinum. Þróttarar eru því með fullt hús stiga eftir helgina.

„Karlarnir spiluðu tvo erfiða leiki þar sem allir leikmennirnir lögðu hönd á plóg og hjálpuðu liðinu að sigra báða leikina. Við vitum að þurfum að halda áfram bæta okkur en að byrja tímabilið á þessum tveimur sigrum er mjög gott veganesti inn í veturinn,“ sagði Raul Rocha þjálfari karla og kvennaliðs Þróttar Neskaupstað

Eins og áður sagði mættust lið Þróttar og lið KA í Mizonudeild kvenna líka um helgina. KA hafði betur í leikjnunum báðum. Fyrri leikurinn fór 1-3 eða 18-25, 29-27, 23-25 og 17-25 í hrinum. Seinni leikurinn endaði endaði eins, 1-3 eða 25-20, 16-25, 13-25 og 17-25.

„Þetta voru fyrstu leikirnir okkar. Við spiluðum við núverandi Íslandsmeistara. Konurnar gerðu mjög vel og vörðust vel. Við gerðum týpisk mistök en liðið mun halda áfram að bæta sig og gera betur,“ segir bætir Raul við. 

Heiða Elísabet Gunnarsdóttir var stigahæsti leikmaður Þrótter Nes var sú sama í báðum leikjum eða með 15 og 22 stig í leikjunum tveimur. Hjá liði KA var það Helena Kristín Gunnarsdóttir sem var stigahæst með 19 og 26 stig.

Hjá körlunum var Miguel Angel Molero stigahæstur í liði Þróttar með 19 og 16 stig en í liði KA var það Alexander Arnar Þórisson með 10 og 27 stig.

Svo skemmtilega vildi til að í liðunum spiluðu tvö sett af systrum þar sem eldri systurnar eru i KA og yngri enn í Þrótti.  Það eru þær Helena Kristín Gunnarsdóttir í KA og Heiða Elísabet Gunnarsdóttir í Þrótti og svo Libero systurnar Valdís Kapitola Þorvarðardóttir í KA og Freyja Karín Þorvarðardóttir í Þrótti.  

 

Systurnar í liði Þróttar Nes og KA. Mynd: Þróttur Neskaupstað

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.