Liðin mættu hvort á sinn völlinn – Myndir

Ekkert varð af því að Huginn Seyðisfirði og Völsungur frá Húsavík mættust í umdeildum leik í annarri deild karla í knattspyrnu í dag. Liðin mættu hvort á sinn völlinn.

Liðin mættust upphaflega um miðjan ágúst á Seyðisfjarðarvelli. Huginn vann þann leik 2-1 en skoraði sigurmarkið eftir að dómari leiksins hafði ranglega talið leikmann Völsungs vera kominn með tvö gul spjöld og vísaði honum af leikvelli.

Rauða spjaldið var ekki skráð í leikskýrslu á vef Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) og kærðu Völsungar leikinn á þeim forsendum. Áfrýjunardómstóll KSÍ kvað upp þann dóm á sunnudag að leikurinn skyldi endurtekinn á Seyðisfjarðarvelli vegna þess að skýrslan væri rangt færð og dómarinn hefði farið út fyrir valdsvið sitt.

Í kjölfarið var ákveðið að nýr leiktími skyldi verða klukkan 16:30 í dag á Seyðisfirði. Leikvöllurinn þar hefur hins vegar verið ónothæfur í rigningum og eftir athugasemdir um ástand hans tilkynnti KSÍ í morgun að leikurinn yrði á Fellavelli, varavelli Hugins.

Þangað mættu dómarar leiksins og Völsungar klukkutíma fyrir leik og stuðningsmenn, sem gert höfðu sér ferð frá Húsavík, um kortéri fyrir leik. Stemmingin var nokkuð súr þar sem ekkert bólaði á Huginsmönnum og skánaði ekki þegar fréttir bárust af því, rétt eftir að rúta stuðningsmannanna renndi í hlað, að búið væri að merkja Seyðisfjarðarvöll og leikmenn Hugins væru þar tilbúnir til leiks.

Á tilsettum tíma fór dómarar leiksins út á Fellavöll ásamt leikmönnum og forráðamönnum Völsungs. Leikmennirnir hituðu upp en dómarinn varði stórum hluta tímans í símanum. Samkvæmt reglum hafa lið tíu mínútur frá settum leiktíma til að mæta til leiks. Eftir að hafa beðið úti í slagveðrinu í Fellabæ í kortér tilkynnti dómarinn að þetta væri búið og fóru viðstaddir eftir það af leiknum.

Á Seyðisfjarðarvelli fóru Huginsmenn einnig út á tilsettum leiktíma og fögnuðu sigri þegar tíu mínúturnar voru búnar. Í frétt RÚV um málið er haft eftir Brynjari Skúlasyni, þjálfara Hugins, að liðið hafi mætt á þann völl sem æðsti dómstóll KSÍ hafi kveðið á um að skyldi notaður.

Í sömu frétt er haft eftir mótastjóra KSÍ að úrslit leiksins verði ákveðin á morgun.

Lið sem ekki mætir til leiks telst hafa tapað leik 0-3 og á að auki yfir höfði sér refsingu. Huginn er fallinn úr deildinni, óháð úrslitum leiksins. Sigur gefur Völsungi tækifæri til að fara upp um deild, háð hagstæðum úrslitum í síðustu umferð deildarinnar sem að óbreyttu á að fara fram öll á sama tíma á laugardag.

Myndir frá Fellavelli: Austurfrétt
Myndir frá Seyðisfirði: Aðsendar

Fotbolti Volsungur Huginn 0002 Web
Fotbolti Volsungur Huginn 0004 Web
Fotbolti Volsungur Huginn 0005 Web
Fotbolti Volsungur Huginn 0007 Web
Fotbolti Volsungur Huginn 0011 Web
Fotbolti Volsungur Huginn 0013 Web
Fotbolti Volsungur Huginn 0017 Web
Fotbolti Volsungur Huginn 0018 Web
Fotbolti Volsungur Huginn 0021 Web
Fotbolti Volsungur Huginn 0032 Web
Fotbolti Volsungur Huginn 0033 Web
Fotbolti Volsungur Huginn 0037 Web
DSC 1290 Web
42124208 194397751341254 8909914865347330048 N Web
42206877 2172332999709527 7153291202836561920 N Web
DSC 1282 Web
DSC 1283 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.