Leiknir í erfiðri stöðu gegn Sindra

fotbolti_kff_leiknir_bikar_web.jpg
Möguleikar Leiknis á að komast upp í aðra deild karla í knattspyrnu virðast nánast úr sögunni eftir 5-1 tap fyrir Sindra í fyrri viðureign liðanna um helgina. Staða Fjarðabyggðar í fallbaráttu deildarinnar versnaði enn.

Atli Arnarson kom Sindramönnum yfir um miðjan fyrri hálfleik en Björgvin Stefán Pétursson jafnaði fyrir Leikni á lokamínútum síðari hálfleiks. Ógæfan dundi yfir Fáskrúðsfirðinga í seinni hálfleik í formi Fijad Mehanovic sem slapp tvisvar inn fyrir vörnina og skoraði. Sinisa Kekic og Ingvi Sigurðarson innsigluðu sigur Sindra.

Liðin mætast á Búðagruns kl. 17:15 á morgun. Leiknir þarf að vinna leikinn 4-0 til að komast beint upp í aðra deild. Frítt er á völlinn í boði Loðnuvinnslunnar.

Enn sígur á ógæfuhliðina hjá Fjarðabyggð í annarri deild en liðið tapaði um helgina 1-0 fyrir toppliði Völsungs á Húsavík með marki á 79. mínútu. Fjarðabyggðarliðið átti reyndar ágæt færi, meðal annars skalla í þverslá í uppbótartíma. Skömmu fyrir lok leiksins var Heimi Þorsteinssyni, þjálfara KFF, vikið af bekknum fyrir mótmæli.

Fjarðabyggð er í fallsæti, fimm stigum frá Gróttu sem er í öruggu sæti þegar tveir leikir og sex stig eru eftir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.