Leikmenn úr úrvalsdeildinni þjálfuðu í knattspyrnuakademíu Tandrabergs: Myndir

knattspyrnu_akadema_050_web.jpgUm tvö hundruð þátttakendur, víðsvegar af Austurlandi, tóku þátt í Knattspyrnuakademíu Tandrabergs sem fram fór í Fjarðabyggðarhöllinni fyrir skemmstu. Yngri flokkar Fjarðabyggðar stóðu að akademíunni fyrir iðkendur á aldrinum 6-15 ára í þriðja sinn.

 

Fótboltaæfingar, kvöldvaka og fyrirlestur einkenndu dagskrána sem byrjaði kl. 15:00 á föstudegi og lauk kl. 16:00 á laugardegi.

Um 14 þjálfarar úr Fjarðabyggð og Pepsi-deild kvenna ásamt leikmönnum úr Pepsi-deild karla stjórnuðu æfingum og voru krakkarnir mjög ánægðir með þær æfingar sem boðið var upp á. Einnig var sú nýbreytni þetta árið að boðið var upp á fyrirlestur fyrir foreldra sem þótti takast mjög vel.

knattspyrnu_akadema_021_web.jpgknattspyrnu_akadema_027_web.jpgknattspyrnu_akadema_039_web.jpgknattspyrnu_akadema_047_web.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.