Langferð hjá karlaliði Fjarðabyggðar

kff_njardvik_bikar_0012_web.jpgKarlalið Fjarðabyggðar þarf að leggja upp í langferð í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu því liðið dróst á móti Víkingi Ólafsvík. Kvennalið Fjarðabyggðar/Leiknis leikur gegn Akureyringum. Höttur er einn á toppnum í 2. deild karla og Leiknir vann Huginn í Austfjarðaslag í þriðju deild um helgina.

 

Bikarleikirnir fara fram 23., 24. og 26. júní. Kvennaliðið mætir úrvalsdeildarliðið Þórs/KA. Þær tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitunum með 4-1 sigri á Sindra um helgina. Alexandra Tómasdóttir skoraði tvö mörk, markvörðurinn Petra Sigurðardóttir eitt þegar hún fylgdi eftir eigin víti sem var varið og Ragnheiður Björg Magnúsdóttir eitt. Höttur féll úr leik þegar liðið tapaði 1-3 fyrir Völsungi á heimavelli.

Karlalið Fjarðabyggðar tryggði sér sæti í 16 liða úrslitunum með að leggja Njarðvík 3-2 í framlengdum leik í Fjarðabyggðarhöllinni í seinustu viku. Aron Smárason skoraði sigurmarkið.

Á lagardag tapaði liðið fyrir ÍR á útivelli í 1. deildinni. Hilmar Bjartþórsson skoraði mark Fjarðabyggðar en staðan í hléi var 1-1. Í seinni hálfleik var Jóhann Benediktsson rekinn út af, annan deildarleikinn í röð auk Grétars Arnar Ómarssonar og þjálfarans Páls Guðmundssonar. Allir fengu tvær áminningar. Fjórir leikmenn Fjarðabyggðar í viðbót, auk þjálfarans Heimis Þorsteinssonar, fengu gult spjald í viðbót. Sjö þessara spjalda komu í uppbótartíma. ÍR-ingar fengu eina áminningu í leiknum.

Í viðtali við fotbolti.net eftir leik sakaði Heimir Þorsteinsson dómara leiksins um hugleysi og að hafa verið dónalegur gagnvart leikmönnum Fjarðabyggðar. "Svona gæi á að vera með flautuna einhvers staðar heldur en í munninum, í hinum endanum. "Aganefnd KSÍ kemur saman á morgun.

Sigurganga Hattar í 2. deild karla heldur áfram en liðið er eitt á toppnum með fullt hús stiga eftir fjórar umferðar. Liðið vann ÍH á útivelli 0-2 um helgina. Garðar Grétarsson og Anton Ástvaldsson skoruðu markið, sitt í hvorum hálfleik.

Í þriðju deild vann Leiknir Huginn á Seyðisfirði 0-1. Ævar Valgeirsson skoraði markið á 39. mínútu. Einherji lék sinn fyrsta heimaleik í sumar þegar liðið tapaði 0-3 móti Dalvík/Reyni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.