Kynning með samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfas

Nýskipaður samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs kynnir starfsemi sína fyrir austfirskum íþrótta- og æskulýðsfélögum á fundi á Egilsstöðum í dag.

Embættinu var komið á laggirnar af mennta- og menningarmálaráðherra í kjölfar frásagna um kynferðislegt ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar.

Markmiðið með starfinu er að íþrótta- og æskulýðsstarf fari fram í öruggu umhverfi og að börn, unglingar og fullorðnir, óháð kynferði eða stöðu að öðru leyti, geti stundað íþróttir eða æskulýðsstarf og leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem eiga sér stað án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar. Með atvikum og misgerðum er átt við andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi og áreitni, einelti og önnur sambærileg tilvik.

Í dag verður kynnt starfið sjálf, farið yfir hvernig félögin geta aflað upplýsinga úr sakaskrá og kynnt vinna við samræminu viðbragðsáætlana vegna atvika og misgerða.

Kynningin verður í Menntaskólanum á Egilsstöðum og hefst klukkan 17:00.

Myndin tengist efninu ekki beint. 


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.