Körfubolti: Höttur dróst gegn Þór Akureyri

Höttur mætir Þór Akureyri í 16 úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik. Dregið var í hádeginu í dag. Höttur sló ÍA út um helgina í 32ja liða úrslitum.

Leikið verður á bilinu 4. – 6. nóvember og fékk Þór heimavallarréttinn.

Höttur lék gegn ÍA á Akranesi í 32ja liða úrslitunum um helgina og vann 78-85. Hattarliðið, sem er deild ofar, var nokkuð lengi í gang og var undir nær allan leikinn.

Segja má að það hafi ekki verið fyrr en þegar tvær mínútur voru eftir að Höttur náði forustu, liiðð komst yfir 76-78. Í kjölfarið fylgdi þriggja stiga karfa frá Aaron Moss sem gaf Hetti vald á leiknum.

Moss átti ágætan dag og skoraið 18 stig en stigahæstur var Mirko Virijevic með 22 stig auk þess að taka 16 fráköst.

Næsti leikur Hattar er gegn Val í úrvalsdeildinni í Brauð & Co. höllinni á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld. Hvorugt liðið hefur enn unnið leik í deildinni en þau komu saman upp úr fyrstu deildinni síðasta haust.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar