Körfubolti: Skellur í fyrsta leik - Myndir

Höttur tapaði 66-92 fyrir Stjörnunni í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Það reyndist Hetti þungt að leika án tveggja lykilmanna.


Miðherjinn Mirko Virijevic var í banni og leikstjórnandinn Andrée Michaelsson meiddur. Augljóst var á leiknum í gær að Mirko var saknað en hann hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin tvö tímabil.

Höttur hefur gjarnan getað leyst vandræði í sóknarleiknum með að negla boltanum á Mirko inni í teig. Í gærkvöldi var enginn með hans hæð og þess vegna komst Höttur lengst af í leiknum ekkert nálægt körfunni.

Í staðinn fóru Hattarmenn í skot fyrir utan þriggja stiga línuna. Það hefði verið lausn hefðu skytturnar verið stuði. Það voru þær engan vegin, aðeins fimmtungur þeirra rataði niður hjá Hetti.

Strax eftir fyrsta leikhlutann var Stjarnan komin með völd á leiknum, staðan að honum loknum var 7-23. Í hálfleik var staðan svo 24-43.

Bandaríkjamaðurinn Taylor Stafford lék sinn fyrsta leik fyrir Hött í gærkvöldi og í fjarveru Mirko gat Stjarnan einbeitt sér enn frekar að því að dekka hann, sem og var gert. Hann dró samt vagninn í sóknarleik Hattar, í hálfleik hafði hann annað hvort skorað eða átt stoðsendingar í öllum körfum Hattar.

Sóknarleikur Hattar batnaði í seinni hálfleik enda Stjarnan þá komin með sigurinn í nokkuð örugga höfn, Garðabæjarliðið leiddi með 30 stigum nær allan seinni hálfleikinn.

Taylor átti fínan leik í sókninni og Ragnar Albertsson vaknaði til lífsins undir lokin og náði að skora sextán stig. Leikurinn í gær segir kannski ekki mikið um styrk liðsins en hann gaf til kynna hversu mikilvægur Mirko er fyrir liðið. Hann verður með í næsta leik og vonast er til að Andrée verði einnig heill.

Myndir: Sigrún Júnía Magnúsdóttir

Korfubolti Hottur Stjarnan Sept17 0002 Web
Korfubolti Hottur Stjarnan Sept17 0018 Web
Korfubolti Hottur Stjarnan Sept17 0032 Web
Korfubolti Hottur Stjarnan Sept17 0036 Web
Korfubolti Hottur Stjarnan Sept17 0043 Web
Korfubolti Hottur Stjarnan Sept17 0044 Web
Korfubolti Hottur Stjarnan Sept17 0049 Web
Korfubolti Hottur Stjarnan Sept17 0053 Web
Korfubolti Hottur Stjarnan Sept17 0058 Web
Korfubolti Hottur Stjarnan Sept17 0062 Web
Korfubolti Hottur Stjarnan Sept17 0076 Web
Korfubolti Hottur Stjarnan Sept17 0090 Web
Korfubolti Hottur Stjarnan Sept17 0107 Web
Korfubolti Hottur Stjarnan Sept17 0122 Web
Korfubolti Hottur Stjarnan Sept17 0127 Wwe


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar