Körfubolti: Naumt tap fyrir Íslandsmeisturunum

Höttur tapaði 82-79 fyrir Íslandsmeisturum Vals í körfuknattleik karla þegar liðin mættust í úrvalsdeildinni á föstudagskvöld. Höttur var yfir þegar rúm mínúta var eftir.

Höttur var yfir 17-18 eftir fyrst leikhluta og byrjaði annan leikhluta á að skora 9 stig í viðbót og ná þar með tíu stiga forskoti. Þá lifnaði yfir Valsmönnum, sem snéru stöðunni úr 32-37 í 40-37 rétt fyrir hálfleik þar sem þeir voru yfir 43-40.

Valsmenn voru mun betri í þriðja leikhluta og voru að honum loknum yfir 68-56. Höttur skoraði hins vegar tíu stig í röð í byrjun fjórða leikhluta og galopnaði leikinn með að minnka muninn í 70-68.

Höttur var síðan yfir 75-79 þegar 1:15 mínúta var eftir. Þá settu Valsmenn sjö stig í röð og unnu. Obie Trotter var stigahæstur hjá Hetti með 20 stig.

Næsti leikur liðsins er gegn Grindavík á fimmtudagskvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.