Körfubolti: Loksins vann Höttur – Myndir

Höttur vann í gærkvöldi sinn fyrsta leik í úrvalsdeild karla á þessi tímabili þegar liðið lagði Þór Akureyri á heimavelli 86-75 eftir framlengdan leik. Fátt virðist hins vegar getað bjargað liðinu frá falli.

Akureyringar byrjuðu leikinn betur og voru 11-20 yfir eftir fyrsta leikhluta. Hattarmenn hertu sig í öðrum leikhluta og spiluðu frábæra vörn á móti gestunum, sem skoruðu aðeins fjórar körfur í öllum leikhlutanum. Í hálfleik var Höttur 35-31 yfir.

Höttur átti góða rispu í byrjun seinni hálfleiks en þá komu gestirnir sterkir til baka og jöfnuðu í 44-44. Hattarmenn svöruðu strax með tveimur körfum en eftir þetta var jafnt á öllum tölum til leiksloka.

Staðan leit ekki vel út fyrir Hött þegar miðherjinn Mirko Stefán Virijevic fór af velli með fjórar villur þegar fjórar mínútur voru eftir. Höttur var þá yfir en Þórsurum tókst að jafna. Gestirnir fengu síðan fleiri en eina sókn á lokamínútunni en Hattarvörnin hélt.

Heimamenn fengu síðustu alvöru sókn leiksins en arfaslakt skot Kelvin Lewis snerti ekki einu sinni hringinn og var því framlengt en lokastaðan var 73-73.

Í framlengingunni spilaði Höttur einn sinn allra besta leikkafla í vetur. Leikmenn liðsins voru ákafir í vörninni og rifu til sín alla lausa bolta af mikilli áfergju. Sóknarleikur Þórsara einkenndist af örvæntingu og ráðaleysi á sama tíma.

Lewis og Mirko leiddu stigaskor Hattar framan af leik sem svo oft áður. Í fyrri hálfleik átti Bergþór Ægir Ríkharðsson góðar rispur og var stigahæstur í hálfleik með 10 stig. Í seinni hálfleik kom Andrée Michelsson sterkur inn og skoraði alls 13 stig. Hann og Sigmar Hákonarson áttu mikilvægar körfur í framlengingunni.

Meiri líkur að vinna stóra vinninginn en að sleppa við fallið

Sigurinn skilar Hetti ekki langt, enn eru 8 stig í Val sem er í þriðja neðsta sætinu og hafði betur þegar liðin mættust fyrir viku. Að ætla sér að snúa við slíkum mun í síðustu sjö leikjunum virðist fjarlægt.

„Ég skal vera raunsær með að staðan góð, það hefur ekkert lið sloppið úr svona stöðu. Ef eitthvað annað gerist þá gerist það en líkurnar eru minni en að vinna í Euro Jackpot,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar eftir leikinn.

Hann sagði leikmenn liðsins finna fyrir létti að hafa loks unnið leik og vonaðist til að það myndi efla sjálfstraust þeirra fyrir síðustu leikina.

„Frammistaðan var fín og ég horfi í það. Auðvitað viljum við vinna en hugarfar mitt bæði á æfingum og í leikjum hefur breyst og það léttir aðeins á strákunum.

Ég er ánægður með að við náðum að sigrast á þessum smá hjalla að klára jafna leiki. Við erum ekki að spila fyrir töfluna. Við reynum bara að kroppa í þá sigra sem við getum og bæta okkar leik. Þetta snýst ekki um hvort allt springi ef við föllum. Við horfum til lengri tíma“

Myndir: Hilmar Sigbjörnsson

P1C1A5776AB Web
P1C1A5786A Web
P1C1A5827 Web
P1C1A5841AB Web
P1C1A5852A Web
P1C1A5859 Web
P1C1A5914 Web
P1C1A6004 Web
P1C1A6018 Web
P1C1A6075A Web
P1C1A6101 Web
P1C1A6130 Web
P1C1A6180 Web
P1C1A6237 Web
P1C1A6281 Web
P1C1A6308 Web
P1C1A6572 Web
P1C1A6600 Web
P1C1A6674 Web
P1C1A6736 Web
P1C1A6765 Web
P1C1A6995 Web
P1C1A7159A Web
P1C1A7297 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar