Orkumálinn 2024

Körfubolti: Höttur vann síðasta leik ársins

Höttur vann síðasta leik sinn í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á þessu ári, 65-75 gegn ÍR í Breiðholti í gærkvöldi. Höttur snéri leiknum í síðasta leikhlutanum með að halda ÍR-ingum í sex stigum.

ÍR átti mikinn sprett í fyrsta leikhluta þegar liðið snéri stöðunni úr 7-11 í 23-11 á síðustu þremur mínútunum. Gísli Þórarinn Hallsson bjargaði Hetti fyrir horn með þriggja stiga körfu í lok leikhlutans.

Höttur fór vel af stað í öðrum fjórðungi, skoraði fyrstu níu stigum og minnkaði muninn í 23-20 þannig staðan var orðin viðráðanleg. Höttur komst yfir um miðjan fjórðunginn, 29-32 og var yfir í hálfleik 40-42.

Í þriðja leikhluta kom fimm mínútna kafli þar sem Höttur skoraði ekki stig og ÍR breytti stöðunni úr 45-49 í 59-49. Síðustu mínútuna komst Höttur aftur í gang og skoraði síðustu fjögur stig leikhlutans þannig staðan að honum loknum var 59-53.

Aftur átti Höttur fyrstu níu stig leikhluta og var komið yfir, 59-62, eftir þrjár mínútur. ÍR náði aðeins að koma jafnvægi á leikinn þá og skora fjögur stig en þá kom annar níu stiga kafli hjá Hetti og staðan orðin 63-71. Því náði ÍR ekki að svara og Höttur vann 65-75.

Tim Guers var stigahæstur hjá Hetti með 13 stig, Nemanja Knezevic skoraði 12 ásamt því að taka 14 fráköst. Þá skoraði Obie Trotter 11 stig og tók 10 fráköst.

Höttur er nú í 9. sæti með 10 stig líkt og Grindavík og Stjarnan sem raða sér í næstu sæti fyrir ofan. Grindavík á leik til góða. Höttur á næst heimaleik gegn Haukum en svona taka undanúrslit og vonandi úrslit bikarkeppninnar við.

Mynd: Hilmar Sigurbjörnsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.