Körfubolti: Höttur upp í úrvalsdeild eftir stórsigur - Myndir

Höttur tryggði sér í kvöld sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir tæplega 30 sigur á Álftanes í þriðja leik liðanna í umspili um laust sæti. Höttur yfirspilaði gestina frá fyrstu mínútu.

Eftir að hafa unnið tvo fyrstu leikina lá það í augum uppi að Höttur gæti klárað verkefnið með sigri í kvöld. Leikmenn liðsins sýndu frá fyrstu mínútu að þeir væru ákveðnir í að standa við það frammi fyrir troðfullu íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Reyndar var aðsóknin þannig að margir áhorfendur komust ekki inn fyrr en um miðjan fyrsta leikhluta.

Þá var þegar farið að draga í sundur með liðunum. Hattarliðið var sneggra í alla lausa bolta, til dæmis fráköst og keyrði upp hraðann í sóknarleiknum. Í stöðunni 18-12 reyndi Matija Jokic erfitt skot sem fór ekki ofan í. Hann byrjaði hins vegar strax að pressa í vörninni, stal boltanum, keyrði að körfunni og sótti villu.

Úr innkastinu gekk boltinn hratt milli leikmanna Hattar, sem horfðu í eina áttina en sendu í hina, svo úr varð hálfgerð sirkussókn sem lauk með körfu. Þegar fyrsta leikhluta lauk var staðan 23-12.

Höttur hélt áfram að keyra á miklum hraða á Álftanes í byrjun annars leikhluta. Varnarleikur gestanna var haldlítill, Hattarmenn fundu ýmist pláss á bakvið vörnina eða úti við þriggja stiga línuna og voru eftir tveggja mínútna leik komnir í 30-15.

Þegar á leið leikhlutann lagaðist varnarleikur Álftaness til muna, varð munn aðgangsharðari og það pláss og tími sem Hattarliðið hafði áður minnkaði. Álftanesi gekk reyndar lítið betur í sóknarleiknum, mistökunum – sem voru þó nokkur í byrjun – fækkaði en skotin voru áfram erfið eða hreinlega duttu ekki. Höttur var því 40-28 yfir í hálfleik.

Þriðji leikhluti spilaðist á svipaðan hátt, Álftanes náði að halda hraðanum í sókn Hattar niðri. Undir lokin fóru skot gestanna að detta og það dugði þeim til að tolla inni í leiknum en fyrir síðasta leikhlutann var munurinn tíu stig, 63-53.

Tvær þriggja stiga körfur frá Matej Karlovic og Tim Guers gáfu tóninn snemma í fjórða leikhluta. Aftur náði Höttur að keyra upp hraða og sérstaklega Karlovic raðaði niður þriggja stiga körfum en meira að segja Juan Luis setti eina. Á sama tíma þvarr baráttuþrek Álftaness og Höttur innsiglaði 99-70 sigur og sæti í úrvalsdeild næsta vetur.

Stigaskorið í kvöld dreifðist nokkuð í Hattarliðinu. David Guardia og Karlovic setti flest, 21 hvor auk þess sem Karlovic stal sjö boltum. Arturo Ferndandez skoraði 19 stig og Tim Guers 18 auk þess að hirða 11 fráköst.

Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0002 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0004 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0006 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0022 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0024 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0030 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0031 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0032 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0037 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0054 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0059 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0061 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0062 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0065 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0068 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0071 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0073 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0075 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0084 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0100 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0103 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0105 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0107 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0115 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0118 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0120 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0124 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0126 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0130 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0131 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0136 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0143 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0146 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0151 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0158 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0160 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0185 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0187 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0200 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0208 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0212 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0217 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0218 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0235 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0237 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0246 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0249 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0262 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0276 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0283 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0285 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0290 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0295 Web
Karfa Hottur Alftanes Urslit Mai22 0297 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.